Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. mars 2017 20:50
Ívan Guðjón Baldursson
Sidibe hafnaði Arsenal
Mynd: Getty Images
Djibril Sidibe, 24 ára varnarmaður Mónakó, hafnaði Arsenal síðasta sumar og telur varaforseti Mónakó það hafa verið rétta ákvörðun, því næsta sumar getur Sidibe farið til stærra félags.

„Djibril Sidibe valdi Mónakó framyfir Arsenal. Hann er í franska landsliðinu og getur beðið eftir tilboði frá einhverju af stóru félögunum í Evrópu," sagði Vadim Vasilyev, varaforseti Mónakó.

„Sidibe á þetta allt skilið, hann er gríðarlega hæfileikaríkur og stór partur af velgengni félagsins á tímabilinu."

Mónakó er á toppi frönsku deildarinnar og líklegt til að hreppa titilinn af Paris Saint-Germain sem hefur verið langbesta lið Frakklands undanfarin ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner