Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 19. apríl 2017 15:15
Magnús Már Einarsson
Vidal: Dómarinn má ekki vera trúður
Vidal fær rauða spjaldið í gær.
Vidal fær rauða spjaldið í gær.
Mynd: Getty Images
Arturo Vidal, miðjumaður Bayern, er brjálaður út í Viktor Kassai dómara í leiknum gegn Real Madrid í gær.

Vidal fékk rauða spjaldið í leiknum auk þess sem Bayern vildi sjá rangstöðu dæmda í tveimur mörkum Cristiano Ronaldo í framlengingu.

„Þegar tvö lið mætast þá má dómarinn ekki vera trúður sem gerir sýningu úr leiknum og hjálpar Real," sagði Vidal.

„Þetta er skelfilegt. Skelfilegt. Þú gætir drepið sjálfan þig."

„Þegar við vorum 2-1 yfir þá voru þeir hræddir en svo byrjaði dómarinn sýninguna og manni færri var þetta mjög erfitt. Þetta rán getur ekki haldið áfram í Meistaradeildinni."

Athugasemdir
banner
banner
banner