Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. júní 2017 18:15
Hafliði Breiðfjörð
Ási Árnars rekinn frá Fram: Auðvitað er ég ósáttur
Ásmundur Arnarsson.
Ásmundur Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður veit aldrei sína ævina í þessum bolta," sagði Ásmundur Arnarsson fráfarandi þjálfari Fram við Fótbolta.net núna seinni partinn var hann rekinn úr starfi sínu.

Fram er í 5. sæti Inkasso deildarinnar, fimm stigum frá toppsæti en brottreksturinn kemur í kjölfar tveggja tapleikja gegn Þór og Fylki.

„Ég taldi mig vera á ágætis leið að byggja upp klúbb sem var ekki á of góðum stað en stjórnin telur annað. Stjórnin telur árangurinn óásættilegan og telur að þetta sé leiðin til að bæta árangurinn," sagði Ásmundur við Fótbolta.net en var honum semsagt bara sagt upp?

,,Já það er bara þannig," svaraði hann. ,,Ég teldi mig vera á réttri leið með liðið en þeir eru ekki sammála og þeir ráða. Auðvitað er ég ósáttur. Ég er búinn að leggja mikið í þetta. Mér var tilkynnt þetta á fundi í dag."

„Skýringarnar sem ég fæ eru að árangur liðsins og spilamennska séu óásættanleg. Það má segja að ég sé sjokkeraður. Það var frídagur hjá liðinu í dag svo ég hafði ekki möguleika á að kveðja þá í dag," sagði hann að lokum. 

 Sjá einnig:
Ólafur Brynjólfsson stýrir Fram á fimmtudaginn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner