Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. júní 2017 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sevilla gefst upp á Jovetic - Hann er of dýr
Sevilla nær ekki að kaupa Jovetic.
Sevilla nær ekki að kaupa Jovetic.
Mynd: Getty Images
Sevilla hefur ekki efni á að kaupa sóknarmanninn Stefan Jovetic.

Jovetic varði seinni hluta síðasta tímabils á láni hjá Sevilla frá Inter og þar tókst honum að skora sjö mörk í öllum keppnum.

Oscar Arias, íþróttastjóri Sevilla, segir að það sé ólíklegt að Jovetic muni snúa aftur, þar sem félagið hafi ekki efni á honum.

„Það er margt sem spilar inn í, ekki bara eitthvað eitt," sagði Arias.

„Við gætum boðið honum hærri laun en hann er að fá núna, en bara ef við þyrftum ekki að borga Inter fyrir hann. Þetta virkar líka í hina áttina, við gætum borgað Inter fyrir hann ef launakröfur hans væru ekki svona háar," sagði Arias enn fremur.

„Við þurfum að halda kostnaði í hófi. Við höfum ekki budduna sem Manchester City, Barcelona, Chelsea og Real Madrid hafa."
Athugasemdir
banner
banner