Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. júlí 2017 18:00
Magnús Már Einarsson
Jón Daði vonar að Víkingaklappið fylgi ekki með til Reading
Jón Daði stjórnaði víkingaklappinu á Anfield eftir sigur Wolves á Liverpool í enska bikarnum í byrjun árs.
Jón Daði stjórnaði víkingaklappinu á Anfield eftir sigur Wolves á Liverpool í enska bikarnum í byrjun árs.
Mynd: Getty Images
Jón Daði Böðvarsson reiknar ekki með að taka víkingaklappið eftir sigurleiki Reading á komandi tímabili. Jón Daði skoraði í fyrsta leik með Wolves á síðasta tímabili og í kjölfarið fengu stuðningsmenn liðsins hans til að taka víkingaklappið sem var ennþá í sviðsljósinu eftir EM í Frakklandi.

Úr skapaðist sú hefð að Jón Daði stjórnaði klappinu eftir marga sigurleiki Wolves á síðasta tímabili. Jón Daði fór frá Wolves til Reading fyrir helgi en fylgir klappið með í félagaskiptunum?

„Ég vona ekki, eins mikið og mér þykir vænt um þetta klapp," sagði Jón Daði léttur í samtali við Fótbolta.net í vikunni. „EM er búið og þetta er liðin tíð. Á maður ekki bara að gera þetta með landsliðinu? Ég vil ekki gera meira af því með félagsliði."

Jón Daði útilokar þó ekki að taka klappið ef þrýstingurinn verður mikill frá stuðningsmönnum Reading.

„Ef það er þrýst á mann að gera þetta þá er samt aldrei að vita nema maður láti að sér kveða og skelli í eitt klapp. Ef ég skora og við vinnum þá er það tilvalið," sagði Jón Daði.

Sjá einnig:
Jón Daði: Þetta tímabil er make it or break it
Athugasemdir
banner
banner