Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 19. ágúst 2017 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Donnarumma gæti tekið sæti De Gea hjá United
Gianluigi Donnaruma í leik með Milan
Gianluigi Donnaruma í leik með Milan
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United ætlar sér að fá ítalska markvörðinn Gianluigi Donnaruma til félagsins frá AC Milan fari svo að David De Gea yfirgefi United. Það er The Sun sem greinir frá.

De Gea hefur staðið vaktina í marki United síðustu ár en hefur verið orðaður við Real Madrid á Spáni síðustu tvö ár. Hann var nálægt því að fara á síðasta ári en Madrídingar klúðruðu pappírsvinnunni og varð hann því áfram.

Nú er talið að Madrídingar vilji ganga frá skiptunum og er United þegar þá búið að finna arftaka hans.

Það er hinn 18 ára gamli Gianluigi Donnaruma sem leikur með Milan, þrátt fyrir ungan aldur þá lítur hann út fyrir að hafa spilað í ítölsku deildinni í mörg ár og er efnilegasti markvörður heims um þessar mundir.

Ólíklegt þykir að De Gea fari í þessum glugga en næsta sumar gæti það orðið að veruleika og er þá Donnaruma efstur á lista hjá enska félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner