Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. febrúar 2017 21:51
Stefnir Stefánsson
Enski bikarinn: Arsenal endaði bikarævintýri Sutton
Liðsmenn Arsenal fagna fyrra marki liðsins
Liðsmenn Arsenal fagna fyrra marki liðsins
Mynd: GettyImages
Sutton Utd 0 - 2 Arsenal
0-1 Lucas Perez ('27 )
0-2 Theo Walcott ('55 )

Leik Sutton United og Arsenal í 16 liða úrslitum Enska bikarsins var að ljúka rétt í þessu. Flestir bjuggust við sigri Arsenal fyrir leik en Wenger sýndi andstæðingum sínum enga vanvirðingu þrátt fyrir að liðið væri í utandeildinni og stillti upp nokkuð sterku liði.

Leikurinn var nokkuð jafn í byrjun og einkenndist af því að Arsenal væru meira með boltann en lið Sutton sýndi þó nokkuð góðar rispur inn á milli. Á 27. mínútu leiksins náðu Arsenal að brjóta ísinn en þar var að verki Lucas Perez en hann keyrði inn á völlinn utan af kanti og skoraði með góðu skoti í fjær hornið.

Staðan var 1-0 í hálfleik. Arsenal byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og uppskáru annað mark sitt á 55. mínútu þegar Walcott kom boltanum í netið af stuttu færi eftir frábært samspil.

Eftir það var róðurinn erfiður fyrir Sutton og Arsenal sigldu þessu nokkuð þægilega í hús. 2-0 lokatölur sem þýðir að Arsenal fer áfram í 8-liða úrslitin og mætir þar öðru utandeildarliði, Lincoln. En Sutton menn fara tómhentir heim en geta þó gengið sáttir frá borði. Enda gengi liðsins í keppninni framar villtustu draumum.
Athugasemdir
banner