Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 20. apríl 2015 17:00
Elvar Geir Magnússon
Spá Fótbolta.net - 8. sæti: Keflavík
Sindri Snær Magnússon í baráttunni.
Sindri Snær Magnússon í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Orri Einarsson fær að líta gula spjaldið.
Einar Orri Einarsson fær að líta gula spjaldið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarjaxlinn Haraldur Freyr Guðmundsson.
Varnarjaxlinn Haraldur Freyr Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það vantar ekki reynsluboltana í Keflavík.
Það vantar ekki reynsluboltana í Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net spáir Kristjáni Guðmundssyni og lærisveinum hans í Keflavík áttunda sæti Pepsi-deildarinnar. Fréttaritarar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Keflavík hlaut 34 stig.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Keflavík 34 stig
9. Fjölnir 28 stig
10. ÍBV 27 stig
11 ÍA 21 stig
12. Leiknir 14 stig

Um liðið: Keflavík hafnaði í áttunda sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra og þeirra hlutskipti verður að enda á sama stað í ár ef spáin rætist. Keflavík hefur endurheimt reynslubolta á borð við Guðjón Árna Antoníusson og Hólmar Örn Rúnarsson og ekki ólíklegt að einn eða tveir til viðbótar bætist við áður en flautað verður til leiks 3. maí.



Hvað segir Jörundur? Jörundur Áki Sveinsson er sérstakur álitsgjafi Fótbolta.net um liðin í Pepsi-deildinni 2015. Jörundur lét af störfum sem þjálfari hjá BÍ/Bolungarvík í fyrra en þar áður var hann aðstoðarþjálfari FH. Í dag þjálfar hann meistaraflokk kvenna hjá Fylki.

Styrkleikar: Helsti styrkleiki liðsins er sú hugmyndafræði sem þjálfarinn, Kristján Guðmundsson, hefur verið að troða inn í hausinn á sínum mönnum undanfarin ár (með smá hléi reyndar). Hann veit alveg hvað hann er að gera og þekkir sína menn út og inn. Það hlýtur að teljast styrkleiki að fá Hólmar Örn og Guðjón Árna aftur heim. Mikil reynsla í þeim tveimur sem kemur til með að hjálpa þeim mikið.

Veikleikar: Liðið hefur ekki verið að fá hagstæði úrslit í Lengjubikarnum. Hafa fengið alltof mörg mörk á sig (16 mörk) og það gæti verið áhyggjuefni. Markvarslan er líka spurningamerki. Nái þeir að bæta varnarleik liðsins gætu þeir gert fína hluti því þeir skora oftast slatta af mörkum.

Lykilmenn: Guðjón Árni, Hólmar Örn, Hörður Sveinsson og Jóhann Birnir. Þokkaleg reynsla þarna á ferð, sem liðið þarf nauðsynlega á að halda.

Gaman að fylgjast með: Stuðningsmenn liðsins hafa sett skemmtilegan svip á deildina. Þeir styðja liðið sitt fram í rauðan dauðann. Það verður gaman að fylgjast með því hvort að tilkoma Hólmars Arnar og Guðjóns Árna skili tilætluðum árangri og að þeir verði heilir og standist pressuna sem er á þeim.



Stuðningsmaðurinn segir - Jóhann D. Bianco
„Eins og alltaf fyrir hvert sumar er ég bara léttur ljúfur og kátur og bjartsýnn á komandi sumar. Það hafa verið einhverjar mannabreytingar hjá okkur eins og öðrum liðum, við skiluðum ljóshærða folanum okkar honum Elíasi Má Ómars í mennskuna til Noregs, og öftustu póstar okkar þeir Brenne, Halldór Kristinn og sænski sjarmurinn Jonas Sandqvist kvöddu okkur ásamt fleiri góðum."

„Fengum á móti aftur heim í Sunny Kef toppstrákana og fagmennina Bóa (Hólmar Örn) & Guðjón Árna frá FH, Alli Magg er loksins mættur úr Bláa Lóninu, erum komnir með hinn grjótharða stríðsmann Kiko Insa, komnir með hollenskan gæða markmann í rammann, ungstirnið Indriði Áki er mættur til okkar í framlínuna, spenntur að fylgjast með honum í sumar. Ungir og efnilegir piltar eru að banka fast á hurðina og hugsanlega er von á fleiri styrkingum."

„Maður fylgdist með síðasta tímabili á nýjum og skemmtilegum stað sem vallarþulur á Nettóvellinum og verður sami háttur hafður á í sumar, og get ég lofað öllum knattspyrnuunnendum góðum og skemmtilegum bolta á Nettóvellinum í sumar, bestu tónlistinni og fallegasta grasinu. Verið hjartanlega velkomin í Sunny Kef!"

Völlurinn: Keflavíkurvöllur tekur tæplega 1.100 manns í sæti en einnig er nóg pláss í stæðum.

Komnir:
Alexander Magnússon frá Grindavík
Bergsteinn Magnússon í Leikni F.
Guðjón Árni Antoníusson frá FH
Hólmar Örn Rúnarsson frá FH
Indriði Áki Þorláksson frá FH á láni
Kiko Insa frá Lettlandi
Richard Arends frá Hollandi
Stefán Guðberg Sigurjónsson frá Njarðvík

Farnir:
Andri Fannar Freysson í Njarðvík
Aron Rúnarsson Heiðdal í Stjörnuna (Var á láni)
Árni Freyr Ásgeirsson í Gróttu
Elías Már Ómarsson í Valerenga
Endre Ove Brenne
Halldór Kristinn Halldórsson í Leikni
Jonas Sandqvist
Paul McShane í Reyni Sandgerði
Ray Anthony Jónsson til Global

Leikmenn Keflavíkur sumarið 2015:
1 Richard Arends
3 Magnús Þórir Matthíasson
4 Haraldur Freyr Guðmundsson
5 Insa Bohigues Fransisco
6 Einar Orri Einarsson
7 Jóhann Birnir Guðmundsson
8 Bojan Stefán Ljubicic
9 Sigurbergur Elísson
10 Hörður Sveinsson
11 Magnús Sverrir Þorsteinsson
12 Stefán Guðberg Sigurjónsson
13 Unnar Már Unnarsson
14 Alexander Magnússon
15 Aron Freyr Róbertsson
17 Hólmar Örn Rúnarsson
18 Einar Þór Kjartansson
19 Leonard Sigurðsson
20 Guðjón Árni Antoníusson
21 Sindri Kristinn Ólafsson
22 Indriði Áki Þorláksson
23 Sindri Snær Magnússon
25 Frans Elfarsson
26 Ari Steinn Guðmundsson
27 Patrekur Örn Friðriksson
28 Arnór Smári Friðriksson
29 Fannar Orri Sævarsson

Leikir Keflavíkur 2015:
3. maí Keflavík – Víkingur R.
10. maí FH – Keflavík
17. maí Keflavík – Breiðablik
20. maí Fjölnir – Keflavík
25. maí Keflavík – Fylkir
31. maí KR – Keflavík
7. júní Keflavík – ÍBV
14. júní Keflavík – Valur
22. júní ÍA – Keflavík
29. júní Keflavík – Stjarnan
13. júlí Leiknir – Keflavík
19. júlí Víkingur R. – Keflavík
26. júlí Keflavík – FH
5. ágúst Breiðablik – Keflavík
10. ágúst Keflavík – Fjölnir
17. ágúst Fylkir – Keflavík
23. ágúst Keflavík – KR
30. ágúst ÍBV – Keflavík
13. sept Valur – Keflavík
20. sept Keflavík – ÍA
26. sept Stjarnan – Keflavík
3. okt Keflavík – Leiknir

Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Alexander Freyr Einarsson, Elvar Geir Magnússon, Gunnar Birgisson, Hafliði Breiðfjörð, Arnar Geir Halldórsson og Jóhann Ingi Hafþórsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner