Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   lau 20. apríl 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Neðri deildirnar ósáttar: „Spark í tennurnar"
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það er óhætt að segja að neðri deildir enska fótboltapýramídans séu gríðarlega ósáttar eftir tilkynningu frá enska fótboltasambandinu sem segir að endurteknir leikir í FA bikarnum heyri sögunni til.

   18.04.2024 10:30
Hætta með endurtekna leiki í FA-bikarnum (Staðfest)


Það hjálpar fjárhag neðrideildaliða að fá að spila útileiki gegn liðum úr ensku úrvalsdeildinni í bikarnum, þar sem félögin deila miðasöluhagnaði. Þar að auki er það frábær reynsla fyrir leikmenn neðrideildaliða að fá tækifæri til að spreyta sig á stærsta sviðinu.

Hingað til hafa leikir verið endurspilaðir ef þeim lýkur með jafntefli, sem hefur aukið leikjaálagið hjá toppliðum enska boltans.

„Þetta er spark í tennurnar fyrir öll félög sem eru utan ensku úrvalsdeildarinnar," segir Mark Robins, þjálfari Coventry City sem er óvænt komið alla leið í undanúrslit bikarsins í ár.

„Það er ekkert sem við getum gert til að stöðva þetta, við getum bara kvartað. Það er mjög erfitt að kyngja þessu. Þegar þú horfir á stöðuna þá eru neðrideildafélögin mikilvægur partur af enska fótboltapýramídanum - þar sem bestu leikmennirnir enda í úrvalsdeildinni.

„Það er mjög mikið af leikmönnum sem koma úr akademíum úrvalsdeildarliða og eru lánaðir í neðri deildirnar til að öðlast leikreynslu. Svo fara þeir aftur til sinna félaga, standa sig vel og fá jafnvel landsliðskall. Neðrideildafélögin eiga mikilvægan þátt í þróun leikmanna í enska boltanum og það er eitthvað sem má ekki gleyma."


Robins hefði viljað sjá enska fótboltasambandið fara aðra leið til að minnka leikjaálagið.

„Að mínu viti eru ýmsir betri kostir í stöðunni, til dæmis að leikir í fyrstu þremur umferðum bikarsins geti verið endurspilaðir en ekki leikir eftir þriðju umferð. Það myndi ekki hafa neikvæð áhrif á úrvalsdeildarfélög."

Stjórn ensku neðri deildanna (EFL) hefur kvartað undan þessari ákvörðun enska knattspyrnusambandsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner