Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   þri 20. júní 2017 11:10
Fótbolti.net
Hófið - Klókt nýyrði yfir svindl?
Uppgjör 8. umferðar
Það er gaman á toppnum!
Það er gaman á toppnum!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gaman hjá fleirum.
Gaman hjá fleirum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Flautumörkin fara illa með Blika.
Flautumörkin fara illa með Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það er hefð fyrir því hér á Fótbolta.net að halda lokahóf eftir hverja umferð í Pepsi-deild karla. Þér er að sjálfsögðu boðið.

Það jákvæða við umferðina: Valsmenn sjá allavega ansi margt jákvætt! Sigur á KA á sunnudag og svo urðu úrslitin ótrúlega hliðholl liðinu í gær. Fær eitthvað stöðvað Óla Jó og lærisveina?

Það neikvæða við umferðina: Miðað við skemmtunina sem boðið er upp á er áhorfendamætingin alls ekki nægilega góð!

Fólk fékk mest fyrir 2.000 kallinn: Flestir leikirnir voru afbragðs skemmtun. Við veljum 1-1 leik KR og Breiðabliks. Gríðarlegt magn af færum og opinn leikur þó mörkin hafi ekki komið á færibandi!

Ekki lið umferðarinnar:


Sendu skýr skilaboð: Grindavík er ekkert að leika sér. Allavega ekki meðan leikirnir eru í gangi. Eftir leikina er svo hægt að leika sér!

Ummæli umferðarinnar: „Leicester gat orðið Englandsmeistari svo það er aldrei að vita!" sagði Andri Rúnar Bjarnason spurður að því hvort Grindavík gæti hirt toppsætið.

Innkast umferðarinnar: Óli Jó ætlaði að láta leikmann KA fá boltann í innkasti en missti hann úr höndum sér (viljaverk eða óviljaverk?) og kastaði honum yfir leikmanninn. Fékk áminningu en vakti samt mikla kátínu meðal blaðamanna og stuðningsmanna Vals.

Lýsum eftir: Tökum undir orð Gústa Gylfa eftir síðustu umferð. Hvað er að frétta með Fjölnisliðið? Ungu leikmennirnir verða að stíga upp sem fyrst og menn eins og Þórir Guðjónsson og Ingimundur Níels að girða sig í brók.

Heiðursverðlaun umferðarinnar: Gunnlaugur Jónsson þjálfari Skagamanna sýnir færni sína. Varnarleikurinn var eins og gatasigti í upphafi móts en viðgerð er hafin og miðar vel.

Dansarar umferðarinnar: Kwame Quee tók skemmtilegan dans þegar hann kom Ólsurum yfir gegn Stjörnunni. Eftir leik langaði Ejub líka að taka dansspor.

Mark umferðarinnar: Aukaspyrnu-Ívar og Ragnar Bragi áttu stórkostlegan samleik og Ívar kláraði frábærlega í jöfnunarmark Víkings R. gegn FH. Maður stendur upp og klappar!

Léttir umferðarinnar: Allt stefndi í að KR yrði í fallsæti eftir umferðina en flautuvítamark tryggði liðinu jafntefli. Aftur eru Blikar að missa stig í blálokin.

Atvik umferðarinnar: Sóknarmaðurinn ungi Guðmundur Andri Tryggvason féll í teignum í uppbótartíma og vítaspyrna dæmd á Gunnleif Gunnleifsson. Mikil umræða skapaðist í kjölfarið.



Sjálfur sagði Guðmundur Andri þetta:

Svo voru sumir ósáttir við Þórodd Hjaltalín dómara sem gerði slæm mistök sem bitnuðu á KA í 7. umferðinni.


Tryllingur umferðarinnar: Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, brjálaðist gegn Víkingi Ólafsvík. Sjáðu æðiskastið hér á Vísi.

Þið eigið lokaorðið #fotboltinet



Sjá einnig:
Eldri lokahóf
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner