Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   sun 20. júlí 2014 23:06
Magnús Már Einarsson
Leikmaður Snæfellsness á batavegi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Líðan leikmanns Snæfellsness sem slasaðist eftir líkamsáras í leik gegn Sindra í 2. flokki í dag er mun betri en í fyrstu.

Leikmaðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landsspítalann en hann mun dvelja þar í nótt til öryggis.

Rannsókn á líkamsárásinni hefur staðið í allan dag og voru leikmenn Sindra og Snæfellsness nær allir kallaðir til skýrslutöku hjá Rannsóknarlögreglunni auk dómara leiksins og annarra vitna.

Lögreglan verst allra frétta af rannsókninni.

Atvikið átti sér stað á lokasekúndum leiksins í dag en þá lenti leikmönnum saman og einn leikmaður úr hvoru liði fékk að líta rauða spjaldið.

Leikmaður Sindra, fæddur árið 1998, missti stjórn á skapi sínu og réðst á leikmann Snæfellsnes með þeim afleiðingum að hann slasaðist illa og strax var kallað á lögreglu og sjúkralið.

Leikmaður Sindra sparkaði meðal annars í leikmann Snæfellsnes þegar hann lá liggjandi í jörðinni.

Sjá einnig:
Fluttur með þyrlu eftir árás í leik á Hellissandi
Athugasemdir
banner