Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 20. september 2016 12:12
Magnús Már Einarsson
Heimild: Vísir 
EA Sports bauð KSÍ í kringum milljón - Mikil reiði á Twitter
Geir Þorsteinsson formaður KSÍ.
Geir Þorsteinsson formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tölvuleikjaframleiðandinn EA Sports bauð KSÍ í kringum eina milljón króna fyrir að hafa íslenska landsliðið á meðal liða í tölvuleiknum FIFA 17. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi.

EA Sports framleiðir FIFA tölvuleikina vinsælu. Í fyrsta skipti í mörg ár var Íslandi boðið að vera með í leiknum en EA Sports hafði samband við KSÍ vegna málsins í ágúst. KSÍ hafnaði tilboði EA Sports og því er íslenska liðið ekki í leiknum.

„Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt,“ segir Geir í samtali við Vísi um málið. „Við komum með gagntilboð en það var ekki áhugi fyrir því.“

Vísir spurði hvort ekki hefði verið betra að taka þessu tilboði þar sem það hefði geta reynst mikil kynning fyrir íslenska knattspyrnu, og alls óvíst hvort slíkt tækifæri bjóðist aftur.

„Þetta er bara eins og önnur viðskiptatækifæri. Ég er vissum að þeir urðu að meta það sínu megin frá. Íslenska landsliðið vakti athygli um allan heim. Við getum ekki gefið réttindin frá okkur,“ sagði Geir við Vísi.

47 karlalandslið eru í FIFA 17 en Ísland, sem er í 27. sæti á heimlista FIFA, er ekki þar á meðal.

Gífurleg reiði er á meðal íslenskra fótboltaáhugamanna yfir ákvörðun KSÍ eins og sjá má á Twitter færslunni hér að neðan.















Athugasemdir
banner
banner
banner
banner