Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 20. september 2016 17:15
Elvar Geir Magnússon
Geir Þorsteins um FIFA 17: Getur hafa verið klúður
Geir Þorsteins hefur verið harðlega gagnrýndur af aðdáendum FIFA tölvuleikjanna.
Geir Þorsteins hefur verið harðlega gagnrýndur af aðdáendum FIFA tölvuleikjanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég nálgast þetta eins og viðskiptatækifæri og það getur vel verið að við höfum gert eitthvað klúður með markaðsnálgunina í þessu og útbreiðslu íslenskrar knattspyrnu," sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í viðtali við Akraborgina á X-inu FM 97,7.

Geir var þar að ræða um þá miklu gagnrýni sem KSÍ hefur fengið fyrir að hafna tilboði frá EA Sports fyrirtækinu sem vildi hafa íslenska landsliðið í vinsælasta fótboltatölvuleik heims, FIFA 17.

Sjá einnig:
KSÍ hafnaði tilboði um að hafa Ísland í FIFA 17

EA Sports buðu KSÍ að sögn Geirs á aðra milljón króna fyrir réttindin að íslenska liðinu. Geir segir þá upphæð vera of lága.

„Ég held að þó að þetta hefði örugglega hjálpað okkur að kynna enn frekar íslenska landsliðið þá verður það að vera gert á réttum forsendum og í góðri sátt allra aðila. Þetta snýst ekki eingöngu um peninga, þetta snýst um að verja sín réttindi og fá eðlilega þóknun fyrir það sem við erum að láta af hendi."

Geir var spurður hvort ekki hefði verið hægt að taka þessu tilboði því um frábæra auglýsingu hefði verið að ræða fyrir íslenskan fótbolta?

„Það kann að vera, ég ætla ekki að útiloka það. Kannski hefði mátt líta til hagsmuna íslenskra spilara og kannski hefði verið gott að eiga eitthvað samtal við þá. Það kunna að hafa verið mistök, ég segi það eins og er," sagði Geir en viðtalið má heyra í heild hér að neðan.



Sjá einnig:
Pistill - Skammtímagróði blindar langtímasýn KSÍ

Athugasemdir
banner
banner