Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 20. september 2017 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shearer: Ekkert breyst síðan Klopp tók við af Rodgers
Mynd: Getty Images
Alan Shearer, fyrrum sóknarmaður Newcastle og enska landsliðsins, er á því máli að Liverpool hafi bætt sig lítið sem ekkert síðan Jurgen Klopp tók við keflinu af Brendan Rodgers árið 2015.

Á þessu tímabili hefur Liverpool átt í vandræðum með varnarleikinn og þá hefur erfiðlega gengið að skora gegn "litlu liðunum".

Eftir 1-1 jafntefli gegn Burnley um síðastliðna helgi ákvað Shearer að skrifa pistil í The Sun þar sem hann ræðir Klopp.

„Sannleikurinn er sá að það hefur ekkert breyst hjá Liverpool síðan Jurgen Klopp tók við af Brendan Rodgers," skrifar Shearer.

„Það sem ég varð vitni að í jafnteflinu gegn Burnley á heimavelli á laugardaginn var hlægilegt. Ég skil ekki alveg hvað hann gerir æfingasvæðinu þegar sömu varnarmistökin eiga sér alltaf stað."

Liverpool tapaði svo 2-0 gegn Leicester í gær, en Klopp gagnrýndi varnarmistökin sem liðið gerði í þeim leik.

Sjá einnig:
Klopp ósáttur: Þreyttur á svona mörkum
Athugasemdir
banner
banner