Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. október 2016 12:43
Elvar Geir Magnússon
Dýrasti Dýrlingurinn gæti spilað í dag
Boufal var keyptur frá Lille í Frakklandi.
Boufal var keyptur frá Lille í Frakklandi.
Mynd: Southampton
Sofiane Boufal gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Southampton í dag þegar liðið mætir Inter í Evrópudeildinni.

Þessi 23 ára sóknarmiðjumaður frá Marokkó er dýrasti leikmaður Southampton en hann var keyptur á 16 milljónir punda í sumar. Hann hefur þó ekkert leikið enn vegna meiðsla í hné.

Hann ferðaðist með til Ítalíu en miðjumaðurinn Nathan Redmond og varnarmennirnir Cedric Soares og Matt targett verða ekki með í leiknum.

Southampton er ósigrað í síðustu sjö leikjum í öllum keppnum og er með fjögur stig eftir tvo leiki í Evrópudeildinni. Leikurinn á San Siro í kvöld verður fyrsta viðureign þessara tveggja liða.

Inter hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Evrópudeildinni og þarf nauðsynlega að vinna í kvöld. Liðið hefur tapað þremur í röð í öllum keppnum.

Leikur Inter og Southampton hefst klukkan 17 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Athugasemdir
banner
banner