Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. mars 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Stones: Höfum lært af leiknum við Ísland
Mynd: Getty Images
John Stones, varnarmaður enska landsliðsins, segir að leikmenn hafi lært af tapinu gegn Íslandi í 16-liða úrslitum EM í fyrra.

„Ég tel að við getum tekið margt út úr þeim leik. Bæði neikvætt og jákvætt," sagði Stones.

„Við erum búnir að skipta nokkrum sinnum þjálfara og núna er Gareth (Southgate) hér. Hann er að reyna að setja sitt handbragð á liðið og horfa til baka á það sem hefur gerst í fortíðinni. Ég tel að það sé mikilvægt."

„Við viljum ekki gleyma þessu; við viljum læra af þessu, halda áfram og verða betri eftir þessa reynslu. Bæði sem lið og sem einstaklingar."

Athugasemdir
banner
banner
banner