Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. mars 2017 08:00
Stefnir Stefánsson
Tuchel neitar því að hann muni taka við Arsenal
Tuchel
Tuchel
Mynd: Getty Images
Þjálfari Dortmund, Thomas Tuchel hefur neitað þeim fréttum að hann sé mögulega að taka við Arsenal eftir tímabilið og segist hann vera ánægður með lífið í Þýskalandi.

Fréttir frá Þýskalandi hermdu að Arsenal hefði væri nú þegar búið að setja sig í samband við Tuchel um að taka við liðinu af Arsene Wenger í sumar.

Arsenal neitaði þessum fréttum í gær en enn er allt óvíst með framtíð Arsene Wenger hjá félaginu.

Tuchel var af mörgum talinn líklegastur til að taka við af Wenger, verði hann látinn fara að tímabili loknu en nú virðist það vera út úr myndinni þar sem að Tuchel segist ánægður hjá Dortmund.

„Ég get ekki gefið ykkur neinar upplýsingar um þetta málefni þar sem að það kemur mér ekki við, ég er ánægður í starfi hér hjá Dortmund og ég er með samning við þá sem að ég verð að virða. Þessvegna hef ég engann áhuga á þessu öllu saman." sagði Tuchel þegar hann var aðspurður að því hvort hann væri að taka við Arsenal að tímabili loknu.
Athugasemdir
banner
banner