Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 21. maí 2018 11:33
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn skilur heilt lið af stórstjörnum eftir heima
Nacho Monreal var valinn framyfir Marcos Alonso.
Nacho Monreal var valinn framyfir Marcos Alonso.
Mynd: Getty Images
Spænski landsliðshópurinn fyrir HM hefur verið staðfestur og er ekkert pláss í honum fyrir ensku bikarmeistarana í Chelsea, þá Cesc Fabregas, Marcos Alonso, Pedro og Alvaro Morata.

Þá eru Juan Mata og Ander Herrera, leikmenn Manchester United, ekki í hópnum.

Hector Bellerin, hægri bakvörður Arsenal, kemst heldur ekki í hópinn frekar en Sergi Roberto eða Marc Bartra sem hafa gert mjög góða hluti hjá Barcelona og Real Betis.

Leikmannahópur Spánverja er öflugur þrátt fyrir að margar stórstjörnur komist ekki með til Rússlands, en margir eru hissa á því að Javi Martinez, leikmaður Bayern, fari ekki með, sem og Jose Callejon kantmaður Napoli.

Markmenn:
Pepe Reina, David De Gea, Kepa

Varnarmenn:
Jordi Alba, Cesar Azpilicueta, Dani Carvajal, Nacho Monreal, Alvaro Odriozola, Nacho, Gerard Pique, Sergio Ramos

Miðjumenn:
Isco, Thiago Alcantara, Sergio Busquets, David Silva, Andres Iniesta, Saul Niguez, Koke, Marco Asensio

Sóknarmenn:
Iago Aspas, Diego Costa, Rodrigo, Lucas Vazquez
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner