Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. júní 2018 20:39
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Inkasso: Þróttur með stórsigur á Ásvöllum - Viktor með þrennu
Viktor Jóns skoraði þrennu í kvöld
Viktor Jóns skoraði þrennu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar 2 - 5 Þróttur R.
0-1 Viktor Jónsson ('19)
0-2 Daði Bergsson ('42)
1-2 Indriði Áki Þorláksson ('50)
1-3 Viktor Jónsson ('61)
1-4 Ólafur Hrannar Kristjánsson ('71)
2-4 Daníel Snorri Guðlaugsson ('84)
2-5 Viktor Jónsson ('89)

Haukar fengu Þrótt R. í heimsókn á Ásvelli í Inkasso deildinni í kvöld og úr varð sjö marka leikur.

Viktor Jónsson kom Þrótti yfir á 19. mínútu og átti þetta ekki eftir að vera eina mark hans í leiknum í kvöld.

Skömmu fyrir hálfleik bætti Daði Bergsson við öðru marki Þróttar og leiddu Þróttarar með tveimur mörkum er flautað var til hálfleiks.

Heimamenn í Haukum komu sterkir inn í seinni hálfleikinn og minnkuðu muninn á 50. mínútu en það gerði Indriði Áki Þorláksson.

En eftir það hrukku Þróttarar aftur í gang.

Viktor bætti við sínu öðru marki og kom Þrótti aftur í tveggja marka forystu á 61. mínútu og tíu mínútum síðar bætti Ólafur Hrannar Kristjánsson við fjórða marki Þróttar.

Daníel Snorri Guðlaugsson minnkaði aftur muninn fyrir Hauka á 84. mínútu en fimm mínútum síðar innsiglaði Viktor öruggan 5-2 útisigur með þriðja marki sínu í kvöld.

Með sigrinum fara Þróttarar upp fyrir Fram í fimmta sæti deildarinnar en Haukar eru enn í því sjöunda.
Athugasemdir
banner
banner