Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mið 21. september 2016 10:12
Magnús Már Einarsson
Leikmenn Man Utd hissa á harðri gagnrýni Mourinho
Mynd: Getty Images
The Times og The Telegraph segja að sumir leikmenn Manchester United séu hissa á hegðun Jose Mourinho í upphafi tímabils.

Mourinho gagnrýndi Luke Shaw harðlega eftir tapið gegn Watford um helgina en það var þriðja tap Manchester United í röð.

The Times segir að leikmenn Manchester United séu hissa á að Mourinho hafi gagnrýnt leikmenn eins og Luke Shaw, Henrikh Mkhitaryan og Jesse Lingard opinberlega að undanförnu.

Leikmenn eru ekki síst hissa á því hversu mikið Mourinho hefur tekið einstaklinga fyrir í búningsklefanum og gagnrýnt þá í upphafi tímabils.

Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, er óanægður með þessar fréttir og segir greinilegt að einhver í búningsklefanum sé að leka fréttum út. Sjá má Twitter færslu Neville hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner