Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   mið 21. september 2016 10:25
Magnús Már Einarsson
Raggi Sig: Hvað meinar þú, gæti ég ekki haft áhuga?
Mynd: Aðsend
Ragnar Sigurðsson er byrjaður að spila með Fulham eftir að hafa komið til félagsins frá FC Krasnodar í sumar.

Ragnar hefur byrjað síðustu tvo leiki og hann er í viðtali í leikskrá félagsins fyrir leikinn gegn Bristol City í enska deildabikarnum í kvöld.

Ýmsar sögusagnir voru í gangi um framtíð Ragnars eftir góða frammistöðu á EM í sumar. Á endanum náði Fulham að klófesta hann.

„Ég var að spila í Rússlandi og sagði umboðsmanni mínum að ég vildi spila á Englandi. Þetta er eitthvað sem mig hefur alltaf dreymt um," sagði Ragnar.

„Eftir EM var verið að orða mig við félög í ensku úrvalsdeildinni en einn daginn sendi umboðsmaður minn mér með skilaboð. 'Ég veit að þú hefur kannski ekki áhuga en Fulham vill kaupa þig.' Ég hringdi beint í hann og sagði 'Hvað meinar þú, gæti ég ekki haft áhuga? Auðvitað vil ég spila fyrir Fulham, þetta er frábært félag og það er í London, þeir hafa allt."

„Mér var sama þó að liðið væri ekki úrvalsdeildinni, ég vildi bara koma hingað og byrja að spila í enska fótboltanum."

Athugasemdir
banner
banner