Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 21. október 2016 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neymar skrifar loksins undir hjá Barcelona (Staðfest)
Neymar mun áfram klæðast þessari treyju
Neymar mun áfram klæðast þessari treyju
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Neymar er loksins búinn að skrifa undir framlengingu á samningi sínum við spænska stórliðið Barcelona. Hann skrifaði undir samning til 2021, þremur mánuðum eftir að hann var fyrst samþykktur.

Neymar er 1/3 af sóknartríóinu MSN sem hefur verið lykillinn af velgengni Börsunga síðustu ár, en þrennan glæsilega var til að mynda unnin 2015.

Slúðurblöðin bresku hafa verið að tala um áhuga Manchester City og United á brasilíska framherjanum en það er ljóst að hann er ekki á förum frá Nývangi.

Neymar var keyptur til Barcelona árið 2013 og hefur staðið fyrir sínu síðan þá. Hann hefur skorað 91 mark í 150 leikjum, alls ekki amalegt það.

Hann verður áfram í herbúðum Börsunga næstu fimm árin hið minnsta sem eru mikil gleðitíðindi fyrir félagið og stuðningsmenn þess.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner