Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 22. apríl 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland í dag - Alfreð í stúkunni gegn Frankfurt
Alfreð fékk rautt spjald í síðasta leik.
Alfreð fékk rautt spjald í síðasta leik.
Mynd: Getty Images
Þýska úrvalsdeildin rúllar áfram í dag þar sem sex leikir verða spilaðir. Tveir þeirra eru í beinni útsendingu.

Bayern München, sem datt út úr Meistaradeildinni í vikunni, mætir Mainz og það er sýnt beint frá þeim leik. Bayern er á toppnum og eitthvað mikið þar að gerast til þess að þeir verði ekki meistarar.

Á sama tíma, kl. 13:30, mætir Augsburg, lið Alfreðs Finnbogasonar, Frankfurt á útivelli. Alfreð er í banni eftir að hafa fengið rautt spjald í síðasta leik og spilar ekki í dag.

Lokaleikur dagsins er svo á milli Borussia M'gladbach og Borussia Dortmund. Gestirnir duttu út úr Meistaradeildinni í vikunni og ætla sér að bæta fyrir það með sigri í dag.

Laugardagur 22. apríl
13:30 Bayern München - Mainz (Stöð 2 Sport)
13:30 Frankfurt - Augsburg (Stöð 2 Sport 3)
13:30 Ingolstadt - Werder Bremen
13:30 Hamburg - Darmstadt
13:30 Hertha Berlin - Wolfsburg
16:30 Borussia M'gladbach - Borussia Dortmund
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner