Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. apríl 2018 19:28
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Sara skoraði í undanúrslitum
Sara Björk er meðal fremstu knattspyrnukvenna heims.
Sara Björk er meðal fremstu knattspyrnukvenna heims.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Chelsea 1 - 3 Wolfsburg
1-0 So-Yun Ji ('3)
1-1 Sara Björk Gunnarsdótir ('18)
1-2 Millie Bright ('43, sjálfsmark)
1-3 Lara Dickenmann ('66)

Sara Björk Gunnarsdóttir er ómissandi partur af byrjunarliði Wolfsburg sem er eitt af bestu knattspyrnufélögum heims í kvennaboltanum.

Wolfsburg heimsótti Chelsea, sem sló Glódísi Perlu Viggósdóttur og Andreu Thorisson í Rosengard út í 16-liða úrslitum, og lentu Þjóðverjarnir undir strax á þriðju mínútu.

Sara Björk jafnaði leikinn stundarfjórðungi síðar og voru gestirnir komnir yfir í hálfleik.

Lara Dickenmann innsiglaði sigurinn í síðari hálfleik og er Wolfsburg í mjög góðri stöðu fyrir síðari viðureignina sem er á heimavelli næsta sunnudagskvöld.

Sigurliðið mætir annað hvort Manchester City eða Lyon í úrslitum. Liðin skildu jöfn í fyrri viðureigninni í Manchester í kvöld, 0-0.
Athugasemdir
banner
banner