Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 22. júlí 2014 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd vill fá Ricardo Rodriguez frá Wolfsburg
Ricardo Rodriguez er eftirsóttur
Ricardo Rodriguez er eftirsóttur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur sett sig í samband við umboðsmann, Ricardo Rodriguez, hjá Wolfsburg en Daily Mail greinir frá þessu í dag.

Patrice Evra yfirgaf Manchester United í gær er hann samdi við ítalska meistaraliðið Juventus en United fékk þá enska bakvörðinn Luke Shaw til félagsins í sumar fyrir 30 milljónir punda.

Louis van Gaal, stjóri Man Utd, vill þó bæta við öðrum bakverði sem á að berjast um stöðuna við Shaw og er þar efstur á lista Ricardo Rodriguez hjá Wolfsburg.

Daily Mail greinir frá því í blaði sínu í dag að Man Utd hafi þegar haft samband við umboðsmann Rodriguez en Wolfsburg hefur þó ekki áhuga á að selja leikmanninn.

Það verður áhugavert að fylgjast með framvindu mála en Man Utd er farið á fullt á markaðnum og var greint frá því meðal annars í gær að félagið væri þegar búið að bjóða í Juan Cuadrado hjá Fiorentina.
Athugasemdir
banner
banner