Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 22. júlí 2017 18:54
Elvar Geir Magnússon
Freysi um rússneska dómarann: Hvernig er hægt að bjóða upp á svona?
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari var skiljanlega svekktur eftir tapið gegn Sviss í dag. Hann var ósáttur við að íslenska liðið hefði ekki náð stjórn á leiknum og sagði það hreint út að spilamennskan hafi ekki verið nægilega góð.

Hann talaði einnig hreint út þegar kom að dómaranum. Anastasia Pustovoitova dæmdi leikinn verulega illa en samskiptamiðlar á Íslandi fóru á hliðina þar sem hún fékk að heyra það.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  2 Sviss

„Það eru fleiri þúsundir að horfa á þetta mót. Stuðningurinn sem við erum að fá, við getum ekki lýst honum. Svo er verið að bjóða upp á svona! Er þetta á standard við mótið? Það er kominn það mikill áhugi á knattspyrnu kvenna að þessi þáttur verður að fylgja eftir," segir Freyr.

„Ef allt er á hliðinni heima þá finnst mér þetta leiðinlegt fyrir hönd íslensku þjóðarinnar að þetta skuli hafa verið svona."

Það vakti athygli fjölmiðlamanna að sama hversu mikið dómgæslan hallaði á Ísland í leiknum voru leikmenn ekki mikið að láta óánægju sína í ljós og setja pressu á dómarann, þó sú taktík sé vissulega umdeild.

„Við erum með mjög heiðarlega leikmenn og ég ætla ekki að taka það úr þeim. En sem dæmi kunna leikmenn 11 og 22 þetta upp á tíu í liði andstæðingana. Það eru atvinnumenn til margra ára og eru klókari í þessu en við. Það verður að viðurkennast."

Freyr segir að andinn í leikmönnum eftir leik sé þungur.

„Við erum sár út í okkur sjálf og þetta sem við ræddum áðan. Okkur langaði svo að vinna hérna. Við erum líka hrærð. Það eru ótrúlega margar tilfinningar og þetta verður löng nótt. Ég get sagt þér það."

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner