Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. ágúst 2014 11:13
Elvar Geir Magnússon
Bann Eyþórs stytt - Braut ekki gegn 16. greininni
Eyþór Helgi Birgisson.
Eyþór Helgi Birgisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær tók áfrýjunardómstóll KSÍ fyrir mál Víkings Ólafsvík gegn aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Aga- og úrskurðarnefndin hafði á fundi sínum þann 12. ágúst úrskurðað leikmann Víkings, Eyþór Helga Birgisson, í fimm leikja bann og félagið sektað um kr. 100.000.

Atvikið átti sér stað í leik Víkings og Grindavíkur í 1. deildinni.

Víkingur Ólafsvík krafðist þess að leikbann leikmannsins yrði stytt og að sektin yrði felld niður.

Áfrýjunardómstóllinn féllst á kröfur Víkings. Bann leikmannsins var stytt og félagið sýknað af refsikröfu.

Fram kemur í skýrslu dómarans að Eyþór hafi sagt aðstoðardómaranum „að drulla sér aftur til Rússlands" og var Eyþór dæmdur í fimm leikja bann samkvæmt 16. grein í reglugerð KSÍ sem fjallar um mismunun og kynþáttafordóma.

Í skýrslu áfrýjunarnefndar kemur fram að ekkert liggi fyrir um að viðbrögð Eyþórs hafi verið ofsafengin og ekki hafi verið fallist á það að Eyþór hafi gerst brotlegur við 16. greinina þó orðfæri hans hafi ekki verið til sóma.

Bann Eyþórs er stytt og hann er því kominn úr leikbanni og getur spilað gegn Tindastóli á morgun en Ólafsvíkingar eru enn með í baráttunni um að komast upp í Pepsi-deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner