Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 22. ágúst 2017 15:00
Magnús Már Einarsson
Barcelona lögsækir Neymar
Mynd: Getty Images
Barcelona hefur ákveðið að lögsækja Neymar og krefjast þess að hann borgi 8,5 milljónir evra (7,8 milljónir punda) fyrir brot á samningi.

Barcelona staðfesti þetta í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í dag.

Neymar varð í síðasta mánuði dýrasti leikmaður sögunnar þegar hann fór til PSG á 222 milljónir evra (200 milljónir punda).

Brasilíumaðurinn vildi fara frá Barcelona og með því telur félagið að hann hafi brotið samning.

Neymar gerði nýjan samning í október í fyrra en sá samningur var til ársins 2021. Kæra Barcelona gengur út á að félagið hafi misst af tekjum í sölu á varningi tengdum Nymar þar sem hann óskaði eftir að fara í sumar.
Athugasemdir
banner
banner