Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 22. september 2014 09:45
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Joe Hart til Liverpool?
Powerade
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er á sínum stað á þessum fína mánudegi.



Liverpool gæti reynt að fá Joe Hart (27) markvörð Manchester City í sínar raðir en síðarnefnda félagið hefur ekkert rætt við hann um nýjan samning. (Metro)

Arsenal hefur samþykkt að kaupa Sami Khedira (27) miðjumann Real Madrid á 11 milljónir punda. (Caughtoffside.com)

Manchester United mun rifta lánssamningi Radamel Falcao (28) og senda hann aftur til Monaco ef hnémeiðsli hans taka sig upp á nýjan leik. (Daily Express)

Harry Redknapp, stjóri QPR, vildi fá Peter Crouch (33) á lokadegi félagaskiptagluggans en Mark Hughes kollegi hans hjá Stoke vildi ekki selja. (Guardian)

Arsenal, Manchester City og Manchester United eru að berjast um Patrick Roberts (17) framherja Fulham. (Daily Mirror)

Frank Lampard var orðlaus eftir að hann skoraði gegn gömlu félögunum í Chelsea í gær. (Daily Mail)

Vincent Tan eigandi Cardiff vill fá Russell Slade stjóra Leyton Orient til að taka við. (Western Mail)

Mike Ashley, eigandi Newcastle, ætlar að gefa Alan Pardew tíma til að snúa við blaðinu. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner