Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 22. september 2014 20:17
Fótbolti.net
Jón Óli: Stíg til hliðar eftir 8 ár
Jón Ólafur hættir sem aðalþjálfari ÍBV eftir tímabilið en tekur að sér hlutverk aðstoðarþjálfara
Jón Ólafur hættir sem aðalþjálfari ÍBV eftir tímabilið en tekur að sér hlutverk aðstoðarþjálfara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef frá er tekið fyrstu 10 í seinni hálfleik þá fannst mér við vera mun líklegri aðilinn,“ sagði Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV aðspurður um leik ÍBV gegn Val í Pepsi-deild kvenna í kvöld. ÍBV vann 3-1 sigur og náði þannig 5 stiga forskoti á Val í 6. sæti deildarinnar.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  3 ÍBV

„(Dagskipunin) var að halda dálítið vel skipulagi, sérstaklega í miðjuspilinu. Loka vel á þessar hættulegustu aðgerðir þeirra og það tókst að ég held fullkomlega.“
„Það var ekkert sem kom mér á óvart. Þessi lið þekkjast ágætlega og það var ekkert sem kom mér á óvart í dag.“


Tvö stig skildu liðin að fyrir leikinn í dag en nú er ljóst að ÍBV endar ekki neðar en í 6. sæti deildarinnar og á tölfræðilega möguleika á að skjótast upp í það þriðja. Við spurðum Jón Ólaf út í mikilvægi sigursins.

„Það er náttúrulega bara með þennan leik eins og aðra. Maður þarf að taka alla leiki alvarlega og leggja sama metnað í hvern einasta leik. Sama hver staðan er og við náðum að gíra okkar lið upp í góðan leik í dag og ég er mjög ánægður með framlag leikmanna.“

Nú er aðeins einn leikur eftir af mótinu en Jón Ólafur segist hafa búist við erfiðu sumri.

„Ég vissi alltaf að þetta yrði erfitt þegar við misstum þessa hérna hollensku sem er hérna í heimsókn hjá okkur í dag. Við misstum hana út í krossbönd nokkrum dögum fyrir mót og áttum að fá feykisterkan framherja frá Suður-Afríku sem gekk síðan ekki upp. Þá vissi ég að þetta yrði mjög erfitt og ég tala nú ekki um fyrst að Þórhildur meiddist þarna í mars og hún er í raun ekki búin að ná sér. Spilaði hérna aðeins lengur en sjúkraþjálfarinn leyfði. Þetta hefur gengið að ýmsu leyti sæmilega í sumar en við höfum verið ofboðslega lánlausar. Það má þó segja að lánið hafi leikið við ykkur fyrstu 10 mínútur seinni hálfleiks í dag.“

Þónokkur orðrómur hefur verið í gangi undanfarið um að Ian Jeffs verði næsti þjálfari ÍBV. Jón Ólafur staðfesti þann orðróm en sjálfur verður hann áfram í kringum liðið í hlutverki aðstoðarþjálfara.

„Það er ekkert leyndarmál. Hann kom inn í þetta með mér núna í sumar og hann mun halda áfram að spila á næsta ári þannig að við verðum saman með þetta en hann fer algjörlega með ferðina, ég verð bara pjakkurinn sem verður að aðstoða hann. Það eru nýjustu fréttir hjá ÍBV að Ian Jeffs verður aðalþjálfari og ég stíg til hliðar eftir aðeins 8 ár í þessu“

„Ég ætlaði aldrei að vera þjálfari á þessu tímabili en það var nú kannski ekkert annað sem var í boði. Svo kemur þetta pínulítið eins og guðsgjöf að fá Jeffs inn í þetta. Ég vissi alveg að minn tími var liðinn í þessu en við virðumst hafa svipaðar hugmyndir um þetta og náum ágætlega saman þannig að vonandi gengur þetta betur á næsta ári,“ sagði Jón Ólafur Daníelsson, fráfarandi aðalþjálfari og verðandi aðstoðarþjálfari kvennaliðs ÍBV. Hægt er að horfa á allt viðtalið við hann í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner