Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. október 2017 12:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holland: Albert fiskaði víti fyrir aðallið PSV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
PSV 3 - 0 Hercales>
1-0 Hirving Lozano ('18)
2-0 Marco van Ginkel ('78)
3-0 Marco van Ginkel ('91, víti)

Hinn stórefnilegi Albert Guðmundsson, fyrirliði U-21 árs landsliðs Íslands, fékk í dag nokkrar mínutur með aðalliði PSV í Hollandi.

Staða Alberts hjá PSV er frekar snúin. Hann æfir með aðalliðinu, en er ekki mikið að spila, hann er mestmegnis á varamannabekknum. Hann hefur verið lykilmaður í varaliðinu og var fyrirliði á síðustu leiktíð, en hann getur ekki spilað mikið með varaliðinu núna þar sem hann þarf að vera ferskur fyrir aðalliðið ef eitthvað kemur upp á.

Hann spilaði með varaliðinu á föstudag og skoraði tvö og lagði upp eitt í 3-2 sigri og í dag var hann mættur með aðalliðinu í heimaleik gegn Hercales í deild þeirra bestu í Hollandi.

Hann byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður fyrir Hirving
Lozano á 87. mínútu. Þá var staðan 2-0, en leikurinn endaði 3-0. Þriðja markið kom úr vítaspyrnu sem Albert fiskaði!

PSV er á toppnum í hollensku úrvalsdeildinni með 24 stig.



Athugasemdir
banner
banner
banner