Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. janúar 2017 07:00
Kristófer Kristjánsson
Heimild: Skagafréttir 
Arnór Sigurðsson fer með Norrköping í æfingaferð til Portúgals
Arnór Sigurðsson í leik með U17 landsliði Íslands
Arnór Sigurðsson í leik með U17 landsliði Íslands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson, leikmaður ÍA, er á leiðinni í æfingaferð með sænska úrvalsdeildarliðinu Norrköping en þetta kemur fram í frétt Skagafrétta.

Arnór, 18 ára, er miðjumaður og á hann 9 leiki fyrir ÍA í deild og bikar. Sömuleiðis hefur hann leikið 15 sinnum og skorað eitt mark fyrir U17 landslið Íslands.

IFK Norrköping er eitt sigursælasta félag Svíþjóðar en félagið hefur orðið sænskur meistari 13 sinnum, nú síðast 2015.

Jón Guðni Fjóluson er á mála hjá Norrköping í dag en hann gekk til liðs við félagið í fyrra.

Íslendingar á borð við Stefán Þórðarson og Garðar Gunnlaugsson hafa einnig spilað fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner