Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 23. febrúar 2015 16:30
Elvar Geir Magnússon
Laugardalsvelli
Freyr: Ánægður með hvernig leikmenn brugðust við
Freyr Alexandersson á fréttamannafundi í dag.
Freyr Alexandersson á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag hóp fyrir Algarve-mótið sem fer fram á Portúgal 4.-11. mars. Ísland er í riðli með Bandaríkjunum, Noregi og Sviss og mætir fyrst Svisslendingum þann 4. mars.

Smelltu hér til að sjá hópinn

„Þetta er mikilvægasti undirbúningur okkar á þessu ári fyrir undankeppni EM sem hefst í september. Þetta eru tíu dagar sem við fáum, fjórir leikir, átta æfingar og toppaðstæður. Ég gæti ekki verið ánægðari með fyrirkomulagið á því," segir Freyr.

„Við mætum liðum sem eru að undirbúa sig fyrir HM og eru mjög vel undirbúin. Mótið er gríðarlega sterkt núna. Þetta verður erfitt en við fáum að sjá hvar við stöndum."

Freyr ætlar að prófa fleiri en eitt leikkerfi á mótinu.

„Við ætlum að prófa útgáfu af 4-4-2 og svo kerfinu sem við spiluðum í síðustu undankeppni. Við munum leggja áherslu á lágpressu á móti hápressunni sem við settum mikla orku í síðustu undankeppni. Við þurfum meira jafnvægi þarna á milli. Við erum að vinna í því að verða betra lið."

Á fréttamannafundi sem haldinn var í dag lýsti Freyr yfir gríðarlegri ánægju með metnað leikmanna til að vera í sem besta standi fyrir verkefnin framundan.

„Ég var mjög ánægður með niðurstöðurnar sem ég fékk úr líkamlegum mælingum sem komu um helgina. Við erum búin að veita þeim gríðarlegt aðhald í þessum þætti síðan ég tók við og hef fengið góðan stuðning frá Knattspyrnusambandinu í því verkefni. Niðurstöðurnar eru frábærar og kannski framar vonum. Í síðustu mælingu voru vonbrigði og við þurftum að ræða saman. Leikmennirnir brugðust við og það er það sem maður vill," segir Freyr.

Margrét Lára Viðarsdóttir fer með til Algarve en hún er ekki hugsuð sem burðarás á mótinu.

„Margrét er að koma til baka eftir barnsburðarleyfi og er að ná fyrra formi. Það sem er mjög jákvætt við hana er að hún er meiðslalaus. Hún kemur inn til að ná tökum á leikfræðinni okkar. Hún tekur mínútur en er ekki að koma í það hlutverk sem hún var í ár eftir ár sem burðarás. Við þurfum að gefa henni meiri tíma til að aðlagast. Í september verður hún vonandi klár," segir Freyr en viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner