Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   þri 23. apríl 2024 23:26
Brynjar Ingi Erluson
Arteta: Havertz var stórkostlegur
Mynd: Getty Images
Havertz hefur komið að ellefu deildarmörkum síðustu tvo mánuði
Havertz hefur komið að ellefu deildarmörkum síðustu tvo mánuði
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hrósaði Kai Havertz í hástert fyrir frammistöðu hans í 5-0 stórsigrinum á Chelsea á Emirates-leikvanginum í kvöld.

Margir leikmenn Arsenal skiluðu frábæru framlagi í leiknum, en enginn var betri Kai Havertz, sem var síðan valinn maður leiksins, með tvö mörk og mikill þátttakandi í spilinu.

„Ég er ótrúlega ánægður með einstalings- og heildarframmistöðu liðsins. Það færir mér mikla ánægju að mæta í svona stóran leik gegn svona stórum mótherja og ná í þessi úrslit með þessari frammistöðu sem við buðum upp á í dag.“

„Við litum mjög vel út frá fyrstu mínútur og vorum mjög aktífir, skarpir og grimmir án bolta.“


Arteta segist hafa skoðað Chelsea vel og á hann sjálfur erfitt með að skilja hvernig liðið hafi ekki unnið fleiri leiki gegn stóru liðunum.

„Ég hef greint hvern einasta leik hjá Chelsea og þeir hafa verið frábærir. Þeir hafa spilað við nokkur stórlið þar sem þeir voru betri aðilinn og áttu skilið betri úrslit. Mér finnst þetta vera frábær lið sem er ótrúlega vel þjálfað með góða einstaklinga, þannig hrós á mína leikmenn fyrir að hafa gert vel í dag.“

Havertz hefur verið magnaður að undanförnu. Hann var ryðgaður í byrjun tímabils en eftir áramót hefur hann verið með bestu mönnum Arsenal.

„Heildarframlag hans í hverju einasta spili var stórkostlegt. Þetta var bara frábær frammistaða ef þú bætir síðan við mörkunum tveimur og tengispilinu hans á stóru augnablikum leiksins.“

Arsenal er á toppnum með 77 stig, þremur meira en Liverpool, sem á leik til góða. Manchester City er í 3. sæti og á tvo leiki á Arsenal, en liðið fer á toppinn ef það vinnur báða leiki sína.

„Við verðum að gera okkar og síðan verðum við að bíða og sjá [hvað Liverpool og Manchester City gera],“ sagði Arteta í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner