Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. maí 2017 20:30
Stefnir Stefánsson
Bikarinn: Sindri fór létt með Einherja
Mynd: Aðsend
Einum leik var að ljúka í bikarkeppni kvenna. Á Höfn í Hornafirði tók fyrstu deildarlið Sindra á móti Einherja sem að leika í deild neðar.

Bæði lið töpuðu sínum fyrstu leikjum í deildinni en Sindri lág fyrir Hömrunum 2-1 á meðan að Einherji tapaði 2-0 fyrir Völsung á Húsavík.

Sindri var töluvert sterkari aðilinn og komst yfir strax á fimmtu mínútu leiksins eftir að hafa fengið vítaspyrnu. Phoenetia Browne fékk það hlutverk að taka spyrnuna, sem hún gerði og skoraði nokkuð örugglega úr.

Phoenetia Browne var síðan aftur á ferðinni tuttugu mínútum síðar þegar hún tvöfaldaði forystu heimamanna.

Chestley Strother kom Sindra síðan í 3-0 á 33. mínútu leiksins og brekkan orðin ansi brött fyrir Einherja.

3-0 voru hálfleikstölur en þegar 23 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik kom Shameeka Fishley heimamönnum í 4-0 og gerði endanlega út um leikinn. Ekki voru fleiri mörk skoruð og Sindri því komið áfram í næstu umferð en Einherji er úr leik.
Athugasemdir
banner
banner