Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. maí 2018 18:11
Elvar Geir Magnússon
Ancelotti nýr stjóri Napoli (Staðfest)
Ancelotti hefur unnið Meistaradeildina þrívegis með tveimur mismunandi félögum (Milan og Real Madrid) ásamt því að hafa unnið ítölsku, ensku, þýsku og frönsku deildina.
Ancelotti hefur unnið Meistaradeildina þrívegis með tveimur mismunandi félögum (Milan og Real Madrid) ásamt því að hafa unnið ítölsku, ensku, þýsku og frönsku deildina.
Mynd: Getty Images
Napoli var ekki lengi að finna sér nýjan stjóra en Carlo Ancelotti skrifaði undir þriggja ára samning í dag. Maurizio Sarri er hættur og sögusagnir um að hann sé að fara að taka við Chelsea.

Ancelotti er með gríðarlega reynslu en hann er fyrrum stjóri Juventus, Parma, Milan, Chelsea, Paris Saint-Germain, Real Madrid og Bayern München.

Í gærkvöldi átti hann þriggja tíma fund með forseta Napoli, Aurelio De Laurentiis, heima hjá honum.

Ancelotti verður 59 ára í næsta mánuði en hann var rekinn frá Bayern í september, ekki mörgum mánuðum eftri að hafa stýrt liðinu til meistaratitils í Þýskalandi í fyrstu tilraun.

Napoli verður hans fyrsta starf á Ítalíu síðan hann yfirgaf AC Milan í maí 2009. Napoli endaði í öðru sæti ítölsku A-deildarinnar á nýliðnu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner