Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
   fös 23. júní 2017 21:36
Lilja Dögg Valþórsdóttir
Óli Guðbjörns: Vildum setja svolítinn kraft í þetta
Ólafi fannst sitt lið sundurspila lið Þórs/KA í kvöld og var ánægður með kraftinn í sínu liði.
Ólafi fannst sitt lið sundurspila lið Þórs/KA í kvöld og var ánægður með kraftinn í sínu liði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
“Já það var það, en það var það sem við vildum. Við vildum setja svolítinn kraft í þetta og okkur fannst við ekki vera að sýna þann kraft sem við eigum inni hjá okkur í undanförnum leikjum. Við vorum vel stemmdar í dag og vel undirbúnar. Frábær leikur hjá okkur,” sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, um orkuna sem fór í sigurleikinn á liði Þórs/KA í 8-liða úrslitum bikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  2 Þór/KA

Þessi leikur byrjaði ekki ósvipað og leikurinn gegn þeim fyrir um mánði síðan þar sem Stjarnan byrjaði leikinn vel og skoraði strax í byrjun en enduðu svo á að tapa leiknum 1-3. Fór ekki um þjálfarann þegar leikurinn virtist vera að þróast á svipaðan hátt?

“Nei nei það er alltaf gaman að skora mark, en auðvitað kemur það á bakvið eyrað á manni. En miðað við hvernig við spiluðum þá var ég ekki stressaður yfir því. Við hefðum átt að skora mikið, mikið fleiri mörk hérna í fyrri hálfleik. Fengum dauðafæri eftir dauðafæri og sundurspiluðum þær í raun og veru. Þannig að ég var bara ótrúlega ánægður með það og var aldrei í vafa um að við myndum klára þetta.”

Mikil harka var í leiknum en Ólafi fannst dómarinn láta leikinn fljóta ágætlega þó að honum fyndist ekki hægt að gefa sama leikmanni tiltal allan leikinn, en vísar þar til þess að Sandra Stephany, leikmaður Þórs/KA ýtti til leikmanns Stjörnunnar strax í byrjun leiks og fékk þar tiltal. Hún fékk svo tiltal a.m.k. einu sinni til viðbótar áður en hún fékk gult spjald á 74. mínútu fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að aukaspyrna var dæmd.

En á Ólafur einhverja óskamótherja í undanúrslitunum?

“Við erum alveg hætt að halda að við getum ráðið nokkru með það. Við bara tökum því sem kemur og það er bara næsti leikur í þessari keppni."

Nánar er rætt við Ólaf hér í sjónvarpinu fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner