Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. ágúst 2016 10:15
Fótbolti.net
Lið 16. umferðar: Kristinn Freyr með met
Kristinn Freyr á fast sæti í liðinu þessa dagana.  Hann hefur sett met með því að vera í úrvalsliðinu fimm sinnum í röð!
Kristinn Freyr á fast sæti í liðinu þessa dagana. Hann hefur sett met með því að vera í úrvalsliðinu fimm sinnum í röð!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sam Hewson er í liðinu.
Sam Hewson er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH-ingar stigu stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 3-2 sigri á Stjörnunni í 16. umferð Pepsi-deildarinnar í gærkvöldi. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, er þjálfari umferðarinnar eftir þann sigur.

Kassim Doumbia og Sam Hewson eru einnig í lið umferðarinnar sem og Hólmbert Aron Friðjónsson sem skoraði bæði mörk Stjörnunnar í leiknum.


Valsmenn eiga þrjá fulltrúa í liðinu en þeir Anton Ari Einarsson, Andri Adolphsson og Kristinn Freyr Sigurðsson eru allir þar eftir 4-0 útisigur á Þrótti. Kristinn Freyr er í liðinu í fimmtu umferðina í röð sem er met hér á Fótbolta.net!

Hallur Flosason lagði upp tvö mörk í 3-0 útisigri ÍA á Fylkis en þar átti Tryggvi Hrafn Haraldsson einnig góðan dag.

Vladimir Tufegdzic skoraði bæði mörk Víkings R. í sigri á ÍBV og Marcus Solberg skoraði bæði mörk Fjölnis í 2-2 jafntefli gegn Víkingi í Ólafsvík.

Þá var Morten Beck maður leiksins þegar KR og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli á sunnudaginn.

Sjá einnig:
Úrvalslið 15. umferðar
Úrvalslið 14. umferðar
Úrvalslið 13. umferðar
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner