Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 23. september 2017 13:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aurier minnti á sig - Heimskulegt rautt spjald
Aurier fékk að líta glórulaust rautt spjald.
Aurier fékk að líta glórulaust rautt spjald.
Mynd: Getty Images
Serge Aurier var keyptur til Tottenham í sumar, en hann var í byrjunarliði Spurs gegn West Ham í dag.

Aurier, sem kom frá PSG, entist 70 mínútur í leiknum. Á gulu spjaldi ákvað hann að fara í glórulausa og heimskulega tæklingu og fyrir það fékk hann annað gult spjalt og þar með rautt.

Netverjar létu í sér heyra á samfélagsmiðlum. Flestir skildu ekkert í ákvörðun Aurier að fara í þessa tæklingu.

Rikki G sem var að lýsa leiknum á Stöð 2 Sport skildi heldur ekkert í tæklingunni og furðaði sig á henni þar sem Aurier var á gulu.

Það er hægt að segja að Aurier hafi að einhverju leyti minnt á sig, en þegar hann var hjá PSG þá lenti hann í ýmsum vandræðum, innan sem utan vallar. Hann komst m.a. í fréttirnar þegar hann gaf lögreglumanni olnbogaskot fyrir utan næturklúbb í París.

Hér að neðan má sjá nokkur tíst.








Athugasemdir
banner
banner