Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. september 2017 16:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso: Fylkir meistari (Staðfest)
Fylkismenn tóku efsta sætið af Keflavík.
Fylkismenn tóku efsta sætið af Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir fékk greiða frá HK.
Fylkir fékk greiða frá HK.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Það eru Fylkismenn sem enda í efsta sæti Inkasso-deildarinnar sumarið 2017. Þeir unnu ÍR á heimavelli í dag, en á sama tíma töpuðu keppinautar þeirra í Keflavík í Kórnum gegn liði fólksins.

Lokaumferð deildarinnar fór fram í dag.

Það var allt klárt fyrir þessa umferð, hvaða lið færu upp og hvaða lið voru að fara niður. Það var bara spurning um sætaniðurröðun.

Það var enn barátta um efsta sætið, en það voru Fylkismenn sem tóku það. Fylkir var í öðru sæti fyrir daginn, en þeir þurftu að treysta á sigur gegn ÍR og að Keflvíkingar myndu misstíga sig.

Keflvíkingar misstígu sig og töpuðu gegn HK og Fylkir vann 2-1 sigur á ÍR eftir að hafa lent marki undir.

Fylkir hefur verið á góðu róli að undanförnu.

Þróttur R. endar í þriðja sæti og HK tók fjórða sætið. Grótta og Leiknir F. eru slökustu lið deildarinnar og fara niður.

Hér að neðan eru úrslit dagsins.

HK 2 - 1 Keflavík
0-1 Leonard Sigurðsson ('13 )
1-1 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('40 )
2-1 Bjarni Gunnarsson ('72 )
Lestu nánar um leikinn

Fylkir 2 - 1 ÍR
0-1 Sergine Modou Fall ('52 )
1-1 Hákon Ingi Jónsson ('64 )
2-1 Emil Ásmundsson ('89 )
Lestu nánar um leikinn

Selfoss 2 - 1 Haukar
0-1 Ísak Jónsson ('17 )
1-1 Andrew James Pew ('65 )
2-1 Ingi Rafn Ingibergsson ('90 )
Lestu nánar um leikinn

Leiknir F. 0 - 2 Þór
0-1 Guðni Sigþórsson ('8 )
0-2 Ármann Pétur Ævarsson ('68 )
Rautt spjald: Jesus Guerrero Suarez, Leiknir F. ('23)
Lestu nánar um leikinn

Leiknir R. 2 - 1 Grótta
1-0 Kolbeinn Kárason ('21 )
1-1 Enok Eiðsson ('74 )
2-1 Kolbeinn Kárason ('82 )
Lestu nánar um leikinn

Fram 0 - 4 Þróttur R.
0-1 Hreinn Ingi Örnólfsson ('11 )
0-2 Viktor Jónsson ('18 )
0-3 Ólafur Hrannar Kristjánsson ('51 )
0-4 Sveinbjörn Jónasson ('90 )
Lestu nánar um leikinn

Stigataflan í deildinni er hér að neðan, en það gæti tekið hana einhvern tíma að uppfæra sig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner