Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 23. nóvember 2014 17:39
Brynjar Ingi Erluson
Forseti Barcelona: Messi er besti leikmaður allra tíma
Lionel Messi er markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar frá upphafi.
Lionel Messi er markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar frá upphafi.
Mynd: Getty Images
Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona á Spáni, hrósaði Lionel Messi í hástert eftir 5-1 sigur liðsins á Sevilla en Messi fagnaði metinu sem markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar frá upphafi.

Argentínski leikmaðurinn er kominn með 253 mörk í spænsku deildinni en hann er þar með orðinn markahæsti leikmaður deildarinnar frá stofnun hennar.

Telmo Zarra, sem gerði garðinn frægan hjá Athletic Bilbao, skoraði 251 mark í deildinni en Messi fór fram úr honum í gær.

Bartomeu er ánægður með Messi og segir að argentínski leikmaðurinn vilji ólmur vera áfram hjá félaginu.

,,Leo vill vera áfram hjá Barcelona. Fólkið í Katalóníu talar um að hann sé besti leikmaður allra tíma en það er einungis utan Katalóníu þar sem fólk talar um hluti sem ég hef lítinn áhuga á," sagði Bartomeu.

,,Hann er magnaður þessi töframaður. Ég er orðinn uppiskroppa með lýsingarorð til þess að lýsa þessum besta leikmanni allra tíma. Hann hefur sýnt það að hann er sá besti og hann er enn ungur og á eftir að skora fleiri mörk."

,,Ég held að hann komi til með að ljúka ferli sínum hér. Hann er með samning við Barcelona og hann er ánægður með ann. Hann vill vera hér áfram en það eru aðstæður utan vallar sem hafa áhrif á hann og við viljum vernda hann frá því,"
sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner