Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. nóvember 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Mourinho: Erfitt að vera svekktur með leikmennina
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, vildi ekki gagnrýna leikmenn sína eftir óvænt 1-0 tap gegn Basel í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Stig í leiknum í gær hefði gulltryggt sæti United í 16-liða úrslitum en mark Michael Lang undir lokin kom í veg fyrir það.

„Við spiluðum gegn liði sem var með fimm varnarmenn. Við vissum það," sagði Mourinho eftir leik.

„Við reyndum að spila með þrjá sóknarmenn og það gekk í fyrri hálfleik því að þeir réðu ekki við okkur."

„Við skoruðum ekki í síðari hálfleik því að við vissum að eitt stig myndi duga."

„Þegar við höfðum ekki skorað eftir 75-80 mínútur þá reyndum við ekki að vinna heldur reyndum við að stjórna leiknum og á endanum töpuðum við."

„Það er erfitt fyrir mig að vera svekktur með leikmennina. Í fyrri hálfleik var hugarfarið gott og fótboltinn góður. Það er mjög erfitt að kenna einhverjum um. Svona er bara fótboltinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner