Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 23. desember 2014 22:04
Alexander Freyr Tamimi
Zlatan allt annað en sáttur með að vera næstbestur
Zlatan vill meina að hann sé sá besti.
Zlatan vill meina að hann sé sá besti.
Mynd: Getty Images
Framherjinn Zlatan Ibrahimovic var allt annað en sáttur með að vera númer tvö í kjörinu á besta íþróttamanni Svíþjóðar frá upphafi.

Zlatan þurfti að sætta sig við að vera á eftir tennisgoðsögninni Björn Borg, sem vann 11 stórmót, en dagblaðið Dagens Nyheter gerði skoðannakönnun til að finna besta sænska íþróttamann allra tíma.

Hinn 33 ára gamli Zlatan hefur átt stórkostlegan fótboltaferil og er hann í engum vafa um að hann hafi átt skilið með að vera valinn sá besti í sögu Svíþjóðar.

,,Á þessum lista ætti ég að vera númer eitt, tvö, þrjú, fjögur og fimm, með fullri virðingu fyrir hinum. Að lenda í öðru sæti er eins og að lenda í síðasta sæti," sagði öskureiður Zlatan.

Björn Borg, sem vann fimm Wimbledon mót í röð og var efstur á heimslistanum í rúmlega tvö ár, bar öllu meiri virðingu fyrir Zlatan:

,,Við ættum að vera virkilega stolt af því sem hann gerir og hefur gert fyrir Svíþjóð. Ég vona bara að hann spili fótbolta í mörg ár í viðbót."

Athugasemdir
banner
banner