Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 24. mars 2017 08:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
„Alltaf verið draumur að spila fyrir England"
Keane lék sinn fyrsta landsleik fyrir England gegn Þýskalandi
Keane lék sinn fyrsta landsleik fyrir England gegn Þýskalandi
Mynd: Getty Images
Michael Keane, varnarmaður Burnley segir að spila fyrir England hafi alltaf verið draumur hans, jafnvel þegar hann spilaði fyrir yngri landslið Írlands.

Allt frá því að Gareth Southgate tók við enska landsliðinu hefur Keane verið valinn í enska landsliðshópinn en það var í fyrradag sem hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir England, í 1-0 tapinu í vináttulandsleiknum gegn Þýskalandi.

Keane varð fyrsti útileikmaður Burnley í 43 ár til þess að spila fyrir England.

Keane spilaði fyrir U17 og U19 ára landslið Írlands en faðir hans er írskur. Árið 2012 ákvað hann hins vegar að spila fyrir England.

„Ég hef alltaf viljað spila fyrir England en þegar ég var yngri var ég ekki nægilega góður til að spila fyrir Englands. Því ákvað ég að spila fyrir Írland til að fá alþjóðlega reynslu. Þegar ég fékk símtalið frá Englandi þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um. Ég er þakklátur Írlandi fyrir að spila, en England er mitt land," sagði Keane.
Athugasemdir
banner
banner
banner