Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. apríl 2018 15:15
Magnús Már Einarsson
Þórhallur: Held að Valur, Breiðablik og Stjarnan berjist fyrir lífi sínu
Þórhallur Víkingsson (til hægri).
Þórhallur Víkingsson (til hægri).
Mynd: HK/Víkingur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er að minnsta kosti ekki hægt að spá okkur neðar," sagði Þórhallur Víkingsson, þjálfari HK/Víkings, aðspurður út í spá Fótbolta.net fyrir Pepsi-deild kvenna í sumar en þar er nýliðunum spáð tíunda og neðsta sæti.

„Ég held að það sé eðlilegt spá þeim liðum sem eru að koma upp í Pepsi smá brasi á fyrsta ári. Það er síðan okkar að afsanna þessa spá og ég hef fulla trú að við náum í betra sæti en þetta," sagði Þórhallur og bætti við að markmiðið sé að halda sæti sínu í deildinni.

„Markmið okkar er að safna eins mörgum stigum og við getum. Ég tel okkur hafa lið sem getur farið í hvern leik og sótt stig og svo í lok sumars teljum við uppúr körfunni og vonandi verðum við lengi að telja. En það er klárt að við ætlum að festa okkur í Pepsi."

Það verður væntanlega hlutskipti HK/Víkings að vera í botnbaráttunni en hvaða önnur lið sér Þórhallur vera þar?

„Ég held það verði Valur, Breiðablik og Stjarnan er það ekki frekar augljóst?" sagði Þórhallur léttur.

HK/Víkingur komst upp í Pepsi-deildina síðastliðið haust en liðið hefur lítið styrkt sig í vetur. Hefði Þórhallur viljað fá meiri liðsstyrk?

„Við erum með stóran hóp af ungum og efnilegum stelpum þannig að við höfum verið að leita eftir gæða leikmönnum sem bæta þær sem fyrir eru. Við höfum fengið Laufeyju Björnsdóttur frá Val, Katrínu Hönnu frá Haukum, Kristina kemur frá Bandaríkjunum og svo er Tinna Óðinsdóttir komin til baka eftir alltof langt fæðingarorlof," sagði Þórhallur en hann reiknar með frekari liðsstyrk fyrir mót. Þórhallur segist vera ánægður með undirbúningstímabilið hjá liðinu.

„Undibúningstímabilið hefur gengið vel, við höfum æft vel og mikið og erum tilbúnar fyrir Pepsi. Höfum spilað mikið af leikjum en verið fremur köflóttar í þeim leikjum enda að spilað á mörgum leikmönnum. Við fínpússum okkur fyrir mót."
Athugasemdir
banner
banner