Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. júní 2016 09:24
Elvar Geir Magnússon
Enska knattspyrnusambandið ósátt við Vardy
Vardy fagnar marki í enska landsliðsbúningnum.
Vardy fagnar marki í enska landsliðsbúningnum.
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið er ekki ánægt með þær fréttir að Jamie Vardy hafi samþykkt nýjan samning við Leicester. Fréttirnar koma fimm dögum eftir að enski landsliðsmaðurinn sagði að einbeiting hans færi algjörlega á Evrópumótið.

England mun mæta Íslandi í 16-liða úrslitum á mánudaginn.

Framtíð Vardy hefur mikið verið í umræðunni en Arsenal reyndi að fá sóknarmanninn.

„Það er aðeins eitt sem ég vil gera hér í Frakklandi og það er að sýna mitt besta á vellinum. Ég læt umræðu um framtíð mína ekki trufla mig, það mun bíða þar til eftir mótið," sagði Vardy á laugardag og kom mörgum á óvart þegar fréttir bárust af nýjum samningi hans við Leicester, ekki síst fólki í herbúðum Englands.

Ólíklegt er talið að Vardy byrji gegn Englandi á mánudag þar sem Harry Kane mun líklega snúa aftur í byrjunarliðið. Vardy byrjaði gegn Slóvakíu á mánudag en sá leikur endaði með markalausu jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner
banner