Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 24. júní 2017 17:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Samúel Kári kom ekki við sögu
Í fyrsta sinn í hóp hjá Valerenga eftir árs bið
Samúel Kári var loksins mættur í leikmannahóp.
Samúel Kári var loksins mættur í leikmannahóp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samúel Kári Friðjónsson var í leikmannahópnum hjá Valerenga er liðið mætti Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta var í fyrsta skipti sem Samúel Kári var í hóp í norsku úrvalsdeildinni síðan hann kom til Valerenga frá Reading í fyrrasumar.

Samúel Kári sleit krossband á einni af sinni fyrstu æfingum með Valerenga.

Hann kom því miður ekki við sögu, en hann sat allan tímann á varamannabekknum þegar Valerenga vann flottan sigur.

Valerenga lenti undir 1-0 í leiknum í dag gegn Lilleström, en kom til baka og vann að lokum 3-1 sigur.

Eftir langa fjarveru hefur Samúel Kári komið til baka að undanförnu en hann hefur leikið þrjá leiki með varaliði Valerenga í 2. deildinni auk þess sem hann spilaði með U21 árs landsliði Íslands gegn Englandi á dögunum.

„Þetta hefur verið stórt próf í þolinmæði. Það er stórt fyrir mig að vera loksins klár í slaginn," sagði Samúel við Dagsavisen á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner