Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 24. júlí 2016 16:17
Benjamín Þórðarson
Byrjunarlið ÍA og ÍBV: Þrjár breytingar hjá ÍBV
Óbreytt byrjunarlið hjá ÍA
Sindri Snær er í leikbanni í dag.
Sindri Snær er í leikbanni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA og ÍBV mætast núna kl 17 í 12.umferð Pepsideildar karla á Norðurálsvellinum á Akranesi og byrjunarliðin eru klár.

Heimamenn í ÍA halda sig við óbreytt lið frá síðustu leikjum og kemur það engum á óvart þar sem liðið hefur verið á mikilli siglingu í deildiinni.

ÍBV gerir hins vegar þrjár breytingar á sínu liði. Pablo Punyed, Aron Bjarnason og Sindri Snær Magnússon detta allir úr liðinu en Pablo og Sindri eru báðir í banni í dag.

Í þeirra stað koma þeir Sören Andreasen, Mees Junior Siers og Benedikt Ottó Bjarnason.

Guðmundur Steinn Hafsteinsson, nýjasti leikmaður ÍBV, er ekki kominn með leikheimild og er því ekki með í dag.

Smelltu hér til að sjá beina textalýsingu

Byrjunarlið ÍA:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
4. Arnór Snær Guðmundsson
5. Ármann Smári Björnsson
6. Iain James Williamson
8. Hallur Flosason
9. Garðar Bergmann Gunnlaugsson
10. Jón Vilhelm Ákason
11. Arnar Már Guðjónsson
14. Ólafur Valur Valdimarsson
17. Tryggvi Hrafn Haraldsson
27. Darren Lough

Byrjunarlið ÍBV:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
4. Hafsteinn Briem
5. Avni Pepa
8. Jón Ingason
9. Mikkel Maigaard Jakobsen
14. Jonathan Patrick Barden
18. Sören Andreasen
19. Simon Kollerup Smidt
20. Mees Junior Siers
23. Benedikt Októ Bjarnason
27. Elvar Ingi Vignisson


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner