Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 24. júlí 2016 11:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Romelu Lukaku vill fara aftur til Chelsea
Powerade
Lukaku vill fara aftur til Chelsea.
Lukaku vill fara aftur til Chelsea.
Mynd: Getty Images
Gary Neville gæti farið til Sunderland.
Gary Neville gæti farið til Sunderland.
Mynd: Getty Images
Benteke er að fara frá Liverpool.
Benteke er að fara frá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Það er glæsilegur sunnudagur í dag og ætlum við að fagna með að hafa slúðrið í betra lagi.

Arsenal hefur áhuga á að fá Riyad Mahrez frá Leicester og Alexandre Lacazette frá Lyon. Félagið er tilbúið til að borga 75 milljónir punda fyrir leikmennina. (Sunday Mirror)

Swansea er að undirbúa tilboð í Wilfried Bony, leikmann Manchester City en hann lék einmitt með Swansea áður en hann fór til City. Everton hefur einnig áhuga á Bony. (Sunday Express)

Romelu Lukaku vill fara aftur til Chelsea þar sem honum langar að sanna sig þar. (Sun on Sunday)

Sam Allardyce ætlar að halda Wayne Rooney sem fyrirliða enska landsliðsins. (Sun on Sunday)

West Ham hefur sett 18 milljón punda verðmiða á Reece Oxford en Manchester City og Manchester United hafa bæði áhuga á honum en Oxford er aðeins 17 ára. (Mail on Sunday)

Steve Bruce fékk ekki krónu frá Hull City, eftir að hann lét af störfum sem þjálfari liðsins. (Sunday Mirror)

David Moyes hefur áhuga á að fá Will Keane frá Manchester United. (Sun on Sunday)

Bæði Manchester liðin hafa áhuga á að fá Gabriel Jesus, brasilískan framherja. (Sunday MIrror)

Gary Neville gæti orðið aðstoðarmaður David Moyes hjá Sunderland. (Sunday Express)

Tony Adams hefur hafnað tilboði frá Arsenal um að þjálfara U-18 liðið þeirra og hefur þess í stað farið til liðs í Kína. (Sunday Telegraph)

Bastian Schweinsteiger, Juan Mata og Memphis Depay gætu allir yfirgefið Manchester United. (Mail on Sunday)

Joe Allen mun ræða við Mark Hughes í dag og nálgast hann því félagsskipti til Stoke. (Sunday Telegraph)

Everton er að undirbúa tilboð í Brunu Martins Indi, leikmann Porto þar sem John Stones er að nálgast Manchester City. ( Sun on Sunday)

Liverpool er hætt við að kaupa Piotr Zielinski, leikmann Udinese þar sem félögin komu sér ekki saman um kaupverð. (Gazetta dello Sport)

Middlesbrough hefur áhuga á að fá Ibrahim Amadou frá Lille. (L'Equipe)

West Ham eru að nálgast Jonathan Calleri, framherja Sao Paulo en hann hafnaði tilboði um að fara til Inter. (Sun on Sunday)

Crystal Palace er ennþá líklegasti áfangastaður Christian Benteke, þrátt fyrir að Liverpool vilji 33 milljónir punda fyrir hann. (Croydon Advertiser)

Everton hefur samþykkt að borga 25 milljónir punda fyrir Axel Witsel, miðjumann Zenit. (Mail on Sunday)
Athugasemdir
banner
banner