Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 24. ágúst 2016 19:30
Gunnar Karl Haraldsson
West Ham er að reyna að fá Loic Remy
Loic Remy
Loic Remy
Mynd: Getty Images
Samkvæmt Sky Sports er West Ham að reyna að fá Loic Remy, framherja Chelsea á láni áður en að félagsskiptaglugginn lokar í enda mánaðarins

Slaven Bilic vill styrkja framlínuna hjá sér þar sem Andre Ayew, Andy Carroll og Diafra Sakho eru allir frá vegna meiðsla.

Bilic hefur staðfest áhuga sinn á Wilfred Bony, framherja Manchester City og Simone Zaza leikmanni Juventus. En samkvæmt Sky Sports er West Ham búið að opna viðræður við Chelsea um að fá Remy á láni út þetta tímabil.

Talið er að Remy sem kom til Chelsea frá QPR árið 2014 muni ekki fá mörg tækifæri undir stjórn Antonio Conte stjóra Chelsea. Remy spilaði 13 leiki úr úrvaldsdeildinni á síðustu leiktíð og skoraði eitt mark.

Einnig er talið að Valencia og Crystal Palace hafi áhuga á að fá Remy í sínar raðir.

Athugasemdir
banner
banner